fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Nýr lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna

Eyjan
Mánudaginn 4. desember 2023 12:26

Anna Lilja Hallgrímsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lilja Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem lögfræðingur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og hóf hún störf 1. desember og verður annar lögfræðingur FÍA.

Síðan árið 2012 hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Lögmannafélagi Íslands þar sem hún sinnti m.a. eftirliti með því að lögmenn uppfylltu starfstengdar skyldur sínar, starfaði fyrir laganefnd félagsins og úrskurðarnefnd lögmanna, skipulagði viðburði ásamt því að vera upplýsingafulltrúi gagnvart samtökum evrópskra lögmannafélaga.

Anna Lilja er útskrifaður lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en hún lauk BA prófi í lögfræði árið 2010 og meistaranámi árið 2012. Þá hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2014. Samhliða námi starfaði hún hjá Creditinfo og Bæjarskrifstofum Garðabæjar ásamt því að vera starfsnemi hjá Mörkinni lögmannsstofu og Ríkissaksóknara.

„Stjórn FÍA býður hana velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið