fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ótti greip um sig í Lundúnum: Strætó sprengdur í loft upp

Íbúar höfðu ekki frétt af kvikmyndatöku á Lambeth-brúnni – Slökkviliðið þurfti að gefa út tilkynningu til að leiðrétta misskilninginn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil skelfing greip um sig á meðal íbúa Lundúna í morgun eftir að tveggja hæða strætisvagn var sprengdur í loft upp á brú í borginni. Ekki var þó um hryðjuverk að ræða heldur upptöku kvikmyndar.

Það var snemma í morgun sem íbúar og vegfarendur sáu strætisvagninn aka eftir Lambeth-brúnni í Lundúnum. Skyndilega varð mikil sprenging og héldu margir að um hryðjuverkaárás væri að ræða.

Það var þó ekki raunin. Verið var að taka upp atriði í kvikmyndinni The Foreigner, með Jackie Chan í aðalhlutverki. Búið var að loka fyrir umferð á brúnni á meðan tökur fóru fram og að sögn framleiðenda var búið gefa út viðvörun.

Sú viðvörun náði þó ekki til allra og því urðu ansi margir hræddir þegar þeir sáu sprenginguna. Samfélagsmiðlar á borð við Twitter og Facebook loguðu í kjölfar sprengingarinnar þar sem óttast væri að hryðjuverkaárás hefði átt sér stað.

„Var nógu langt í burtu til að sjá strætó sprengdan í loft upp á Lambeth-brúnni. Veit ekki hvað gerðist, er með sting í maganum,“ sagði einn á Twitter sem varð vitni af sprengingunni.

Málið vakti ekki aðeins mikinn ótta heldur einnig reiði þar sem margir sögðu sprenginguna minna á hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum 7. júlí árið 2005, þar sem 52 létu lífið þegar að hryðjuverkamenn gerðu árásir á lestarstöðvar í borginni.

Þar var svo slökkviliðið í Lundúnum sem tilkynnti á samfélagsmiðlum, skömmu eftir að orðrómur um hryðjuverk komst á kreik, að um atriði í kvikmynd hafi verið að ræða en ekki hryðjuverk.

„Hey kvikmyndamenn, næst þegar þið sprengið strætó á Lambeth-brúnni getið þið þá látið okkur vita fyrir fram svo að börn tryllist ekki af hræðslu,“ sagði einn eftir að búið var að leiðrétta misskilninginn.

Áætlað er að kvikmyndin The Foreigner verði frumsýnd síðar á þessu ári.

Hér má sjá myndband af sprengingunni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=gcKw_LEbmXE?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum