fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 23:05

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir, sem flaug með einkaflugvél með þrjá syni sína til Íslands frá Noregi í marsmánuði árið 2022, verður framseld til Noregs, ef marka má tilkynningu frá bróður hennar, sem birtist á Facebook-síðu Eddu Bjarkar í kvöld.

Segir hann:

„Núna seint í kvöld var tekin ákvörðun um að senda systur mína, Eddu Björk Arnardóttur, út, það var gert rétt fyrir kl 22 og því ekki möguleiki fyrir hana að bregðast við.

Þetta er gert þrátt fyrir það að framsal hafi verið kært til landsréttar og að dómur þaðan sé ekki kominn!

Það á að læða íslenskum ríkisborgara úr landi.“

Barnsfaðir Eddu Bjarkar fer með forræði sonanna þriggja. Norskir og íslenskir dómstólar hafa úrskurðað að Eddu beri að afhenda synina föður þeirra í Noregi. Norsk yfirvöld hafa ennfremur ákært Eddu Björk fyrir brottnám drengjanna. Hennar virðast núna bíða réttarhöld í Noregi.

Samkvæmt skrifum vina og ættingja Eddu Bjarkar á Facebook-síðu hennar hefur héraðsdómur úrskurðað um framsal hennar til Noregs en málið hefur ekki komið til kasta Landsréttar. Engu að síður á að senda Eddu úr landi í nótt, samkvæmt ummælum vina og ættingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK