fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Creditinfo virðist hafa gengið á bak orða sinna

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 20:00

Skjáskot-Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur greint frá uppnámi sem hefur orðið meðal fjölda fólks vegna breytinga sem Creditinfo hefur gert á vinnslu fjárhagsupplýsinga vegna lánshæfismats einstaklinga. Breytingin felst í því að eldri upplýsingar, en áður, um vanskilasögu eru nýttar við gerð lánshæfismats einstaklinga. Þetta hefur m.a. orðið til þess að einstaklingar sem voru áður í vanskilum en hafa náð að vinna sig út úr þeim og bæta lánstraust sitt hafa lækkað skyndilega um lánstraustflokk sem hefur í raun sett fjármál þeirra í uppnám.

Sjá einnig: Uppnám vegna ákvörðunar Creditinfo um að nýta upplýsingar um eldri vanskilasögu fólks sem er ekki lengur í vanskilum: „Það er kominn tími á nýja búsáhaldabyltingu“

Í frétt DV í dag var vitnað í færslu manns í Facebook-hópnum fjármálatips. Hann segir í færslunni að hann hafi náð að vinna sig út úr vanskilum en þessar breytingar Creditinfo hafi orðið til þess að eldri upplýsingar um vanskil hans séu nú nýttar við að meta lánshæfi hans. Hann segir aðgerðir Creditinfo hafa sett fjármál sín í uppnám. Maðurinn segir í færslunni að Creditinfo hafi tjáð sér, í skriflegu formi, fyrr á þessu ári að upplýsingar um eldri vanskilasögu yrðu ekki nýttar aftur við að meta lánshæfi en hafi nú augljóslega ekki staðið við þau orð.

DV hefur skjáskot af rafrænum samskiptum mannsins við Creditinfo undir höndum. Þar má sjá að honum er tjáð 15. september síðastliðinn að eldri upplýsingar um vanskil yrðu ekki aftur nýttar einu ári eftir síðustu afskráningu af vanskilaskrá. Reglugerð 606/2023  um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem Creditinfo segist byggja þessar breytingar sínar á tók hins vegar gildi 1. september, tveimur vikum áður en fyrirtækið veitti manninum þau svör að fyrri skráningar á vanskilaskrá muni hafa áhrif til lækkunar á lánshæfismati í tólf mánuði frá dagsetningu síðustu afskráningar af vanskilaskrá en að fyrrum skráningar á vanskilaskrá muni ekki birtast aftur.

Eftir breytingar Creditinfo, sem tóku gildi 23. nóvember, munu hins vegar fyrri skráningar á vanskilaskrá hafa áhrif til lækkunar á lánshæfismati í 4 ár frá síðustu afskráningu af vanskilaskrá. Það þýðir t.d. að einstaklingur sem datt út af vanskilaskrá fyrir 3 árum verður fyrir því að þær upplýsingar verða nýttar til að lækka lánstraust hans á nýjan leik en áður en breytingarnar gengu í gildi hefðu þessar upplýsingar ekki verið nýttar í dag við að meta lánstraust viðkomandi

Maðurinn sendi eftirfarandi skilaboð til Creditinfo 15. september:

„Mig langaði að kanna hversu langt sé í að fyrrum afskriftir hætti að hafa áhrif á lánshæfismatið mitt. Einnig væri gott að fá að vita hvort það sé einhver möguleiki á því að fyrrum skráningar komi til með að dúkka aftur upp í framtíðinni.“

Svarið sem maðurinn fékk var eftirfarandi:

„Fyrrum skráningar á vanskilaskrá hafa lækkandi áhrif á lánshæfismatið í tólf mánuði frá dagsetningu síðustu afskráningar. Fyrrum skráningar á vanskilaskrá birtast ekki aftur á vanskilaskrá.“

Skjáskotið má sjá hér að neðan:

 

Uppfært:

Í athugasemd við efni fréttarinnar frá Creditinfo segir að hún virðist byggja á misskilningi. Ekki sé hægt að ræða einstök mál en fram komi í því sem virðist vera svar frá starfsmanni fyrirtækisins að fyrri skráningar á vanskilaskrá muni ekki birtast aftur á vanskilaskrá. Það komi því ekki við hvort sú skráning hafi einhver áhrif á útreikning lánshæfismats viðkomandi einstaklings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu