fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Fjögurra barna móðir vann 35 milljónir á laugardag – Hélt að símtalið væri grín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölurnar réttar í lottóinu síðastliðinn laugardag og er óhætt að segja að vinningshafinn hafi verið í skýjunum.

Sagt er frá þessu í skemmtilegri tilkynningu frá Íslenskri getspá.

„Hún reyndist mjög heppin, en ekki mjög trúgjörn, fjögurra barna móðirin sem var ein með allar tölur réttar í Lottó þar síðasta laugardag. Hún var alveg viss um að einhver væri að grínast í henni þegar fulltrúi frá Íslenskri getspá hafði samband með góðu fréttirnar; að hún hefði unnið rúmlega 35 skattfrjálsar milljónir.

Það var ekki fyrr en að símtalinu loknu, þegar hún fletti númerinu sem hringt var úr upp á já.is til að kanna hver stæði að baki þessu vel leikna símaati, að hún gat leyft sér að fagna.

„Sú heppna er enn í skýjunum með vinninginn og segist ætla að þiggja ókeypis fjármálaráðgjöf ásamt eiginmanni sínum en þau sjá fram á að geta greitt niður skuldir og jafnvel keypt heppilegra húsnæði fyrir sína stóru fjölskyldu,“ segir í skeytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings