fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Guðmundur Andri ekki sáttur – Fékk sekt fyrir þetta í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, átti væntanlega ekki von á því að hans biði sekt þegar hann lagði í autt bílastæði á Skólavörðustígnum síðdegis í gær.

Guðmundur segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hann var á leið í útgáfuhóf Sigríðar Hagalín Björnsdóttur sem fram fór í Tólf tónum í síðdegis í gær vegna bókarinnar DEUS sem komin er út.

Í færslu sinni viðurkennir Guðmundur að hann hafi verið að flýta sér þegar hann sá autt stæði á Skólavörðustígnum. Segist hann hafa smeygt bílnum í það léttilega og skondrað léttur á fæti í hófið sem var fjölmennt og skemmtilegt.

„Kom svo til baka og hafði þá fengið miða undir rúðuþurrkuna og hugsaði: nújæja. Á daginn kom að bíllinn sneri öfugt í stæðinu þarna á Skólavörðustígnum og sektin reyndist vera 10.000 krónur. Segi og skrifa. Fyrir bíl sem snýr öfugt í stæði þegar nálgast kvöld,“ segir Guðmundur Andri.

Eðli málsins samkvæmt var hann ekki ánægður með sektina.

„Það var eins og ég hefði vanhelgað kirkjurými, haft í frammi háreysti í jólamessunni, eyðilagt listaverk; gert eitthvað frámunalegt og óheyrilegt sem þyrfti harða og eftirminnilega refsingu … 10.000 krónur! Hver yrði sektin ef ég gerði nú raunverulega eitthvað af mér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“