fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Minni skjálftavirkni en áframhaldandi landris í Svartsengi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 13:59

COSMO-Skymed bylgjuvíxlmynd frá 18 - 19 nóvember kl. 06:41. Merki um landris sést í appelsínugulu/rauðu litunum í kringum Svartsengi sem gefur til kynna djúpa þenslu (>5 km).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 165 jarðskjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

„Áfram hægir á aflögun í og við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember en land heldur áfram að rísa við Svartsengi. Hefur hraðinn á risinu í Svartsengi haldist nánast óbreyttur síðasta sólarhringinn,“ segir í tilkynningunni.

Veðurstofan mun halda áfram að vakta svæðið ötullega og endurmeta og túlka gögn sem berast. Hvassviðri og úrkoma eru talin geta dregið úr næmni mælitækja og hvassviðri sem núna gengur yfir svæðið hefur þarna áhrif.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision – Hvað gerist nú?

Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision – Hvað gerist nú?
Fréttir
Í gær

Klappir og EFLA í samstarf

Klappir og EFLA í samstarf
Fréttir
Í gær

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“

Upplýsingar um morðið á Ian Watkins koma í dagsljósið – „Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki gerst fyrr“