fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

John Cleese segist hafa bókstaflega drepið danskan mann úr hlátri

Fókus
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 18:30

John Cleese Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og grínistinn John Cleese greindi frá því,  í nýlegum viðtalsþætti  sem hann stýrir og nefnist Dinosaur hour, að hann og samleikari hans Kevin Kline hafi bókstaflega drepið mann úr hlátri. Um var að ræða danskan mann sem fékk hjartaáfall í kjölfar hláturskasts sem Cleese og Kline stuðluðu að.

Að sögn Cleese átti atvikið sér stað á sýningu grínmyndarinnar Fish Called Wanda í Árhúsum í Danmörku árið 1988 en myndin sló rækilega í gegn á heimsvísu. „Kevin Kline og ég drápum mann í Danmörku. Hann var tannlæknir og státaði af mögnuðum hlátri. Mjög vinsæll. Þetta var í Árósum, sem er ekki mjög stór bær, en það þekktu hann allir,“ sagði Cleese. Hann sagði að tannlæknirinn hláturmildi hafi skellt sér á myndina, byrjað fljótlega að hlæja og aldrei hætt.

„Þeir báru hann látinn út, hann fékk hjartaáfall,“ segir Cleese í viðtalinu.

Cleese fer um víðan völl í þáttunum og gerir upp feril sinn. Segir hann að í gegnum árin hafi hann fengið fjölmargar sögur frá aðdáendum sínum um hvað húmor hafi gert fyrir því á erfiðum stundum í lífinu.

„Ég áttaði mig á því fyrir tíu árum sínum að það að láta fólk hlægja gerir mun meira fyrir það en bara hláturinn,“ segir Cleese og bætir við að hann fái oft tár í augun þegar aðdáendur séu að þakka honum fyrir að hafa veitt sér gleði þegar þörfin var mikil.

„Það er yndislegt, fallegt. Sumir þakka mér fyrir að hafa hjálpað sér í gegnum erfiða tíma. Og þá áttar þú þig á að ef fólk hlær, þá eru að hjálpa því, þetta er ekki bara skemmtun,“ segir Cleese.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“