fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Áfram taldar miklar líkur á eldgosi: Upptökin yrðu sennilega norðan Grindavíkur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjálftavirkni tengd kvikuganginum sem myndaðist fyrir um viku síðan helst nokkuð stöðug frá því í gær. Alls hafa um 2.000 skjálftar mælst síðasta sólarhringinn og er mesta virknin á svæðinu norður af Hagafelli að Sundhnúksgígum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir að mest sé um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun klukkan 6:35 hafi skjálfti af stærðinni 3,0 mælst við Hagafell.

„Samkvæmt GPS mælum heldur aflögun áfram en með minnkandi hraða. Nýjustu líkön sem reiknuð hafa verið út frá GPS mælingum og gervitunglagögnum benda ennþá til þess að mesta gliðnunin á kvikuganginum sé norður af Grindavík nálægt Hagafelli. Ef kvika nær að brjóta sér leið til yfirborðs, er því ennþá líklegast að það verði á því svæði,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Að sögn Veðurstofunnar er sigdalurinn yfir kvikuganginum ennþá virkur þó að mælingar sýni að það hafi hægst örlítið á siginu á milli daga.

„Nú sýna GPS mælar sem staðsettir [eru] í og við Grindavík nærri miðju sigdalsins sýna um það bil 3-4 cm sig á milli daga. Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“