fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Aðdáendur agndofa yfir ákvörðun rapparans – „Heimurinn er í alvörunni að enda“

Fókus
Föstudaginn 17. nóvember 2023 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Snoop Dogg kom aðdáendum sínum heldur betur á óvart á dögunum, en hann hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta að reykja gras.

Segja má að aðdáendur hafi fengið áfall, en sumir héldu hreinlega að um grín væri að ræða eða að rapparinn væri að gefa til kynna að hann ætlaði alfarið að snúa sér að matvælum með kannabis. Svo mun þó ekki vera ef marka má orðalagið í tilkynningu rapparans:

„Ég er að hætta að reykja. Eftir mikla íhugun og samtal við fjölskyldu mína hefur ég ákveðið að leggja reykingar alveg á hilluna. Vinsamlegast virðið friðhelgi einkalífs míns á þessum tíma.“

Snoop Dogg hefur í gegnum tíðna verið þekktur fyrir kannabis-neyslu sína. Hann hefur meira að segja byggt viðskiptaveldi sitt á slíkri neyslu en hann framleiðr m.a. kannabis-matvæli, ræktar tilteknar gerðir af grasi og kom á laggirnar fjölmiðli sem fjallar um allt sem varðar kannabis. Þær sögur gengu af rapparanum á árum áður að hann reykti 75-150 jónur á dag. Rapparinn sagði það þó ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Rapparinn er í dag 52 ára gamall, en fyrir um áratug síðan varð hann afi í fyrsta sinn og tekur því hlutverki mjög alvarlega. Hann greindi frá því fyrr á þessu ári að þegar hann varð afi hafi hann dregið mikið úr reykingum. Nú leggi hann áherslu á hreyfingu og að umgangast fólk sem leggur stund á heilbrigðar venjur. Þetta geri hann til að reyna að tryggja að hann sjái afabörn sín vaxa úr grasi.

Agndofa aðdáendur lýstu yfir furðu sinni í athugasemdum.

„Þetta eru tímamót,“ skrifaði einn

„Vá heimurinn er virkilega að enda“

„Nú veit ég að heimsendir er í nánd“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki