fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Kona hellti sér yfir son Sigurðar og vin hans – Sagði Grindvíkinga pakk sem fengi allt frítt

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 18:00

Sonur Sigurðar og félagi hans lentu í leiðinda uppákomu á Selfossi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um þrítugt veittist að tveimur ungum mönnum frá Grindavík á kaffihúsi á Selfossi og sakaði þá um forréttindi. Sagði hún að Grindvíkingar væru úti um allt að nýta sér fría hluti sem fyrirtæki væru að bjóða þeim.

Grindvíkingurinn Sigurður Óli Þórleifsson og fjölskylda hans dvelja nú á Selfossi eftir að vinafólk þeirra veitti þeim húsaskjól eftir rýmingu bæjarins. Það var tvítugur sonur Sigurðar sem lenti í þessari óskemmtilegu lífsreynslu á Kaffi Krús fyrir skemmstu.

„Úti um allt þetta pakk“

Sonurinn var með félaga sínum frá Grindavík á staðnum en félaginn var með derhúfu á höfðinu merkta íþróttafélagi Grindavíkur, UMFG.

„Þeir sátu þarna tveir og voru að spjalla saman. Þá vindur sér upp að þeim kona um þrítugt og fer að áreita þá. Spyr hvort að þeir séu komnir þarna til að sníkja allt frítt eins og aðrir Grindvíkingar úti um allt, þeir fái allt frítt og allt upp í hendurnar,“ segir Sigurður. Hafi hún verið að vísa í að mörg fyrirtæki bjóði nú Grindvíkingum ýmsar vörur og þjónustu frítt vegna hamfaranna og rýmingar bæjarins.

„Hún sagðist vinna á stað í Hafnarfirði þar sem væri verið að gefa frítt til Grindvíkinga og þeir væru úti um allt, þetta pakk,“ segir hann.

Sigurður segir að maður þessarar konu hafi reynt að róa hana og draga hana frá. Það hafi lítið dugað.

Sárnaði mikið

Þessi uppákoma kom vitaskuld afar flatt upp á ungmennin. Sigurður segir hins vegar að þeir hafi þó svarað fyrir sig.

„Þeir svöruðu því nú að þeir myndu frekar velja það að fá heimili sín aftur frekar en að fá nokkurn skapaðan hlut frítt. Þeir hafi ekki nýtt sér neitt af því sem hefur verið boðið,“ segir Sigurður. Þetta hafi þó rist sár. „Þeim sárnaði mikið. Það er nógu mikið búið að ganga á,“ segir hann.

Eyjamenn lentu í því sama

Þó að það kunni að hljóma ankannalega að Grindvíkingar séu sakaðir um forréttindi eftir að hafa mátt flýja heimili sín um miðja nótt og séu nú í mikilli óvissu um framtíðina þá er þetta ekki einsdæmi. Sigurður hefur ekki heyrt af sams konar dæmum frá öðrum Grindvíkingum nú en sumir Eyjamenn hafa lýst sambærilegum ónotum eftir Heimaeyjargosið árið 1973.

Máttu þeir þola það að vera sakaðir um að nýta sér gjafmildi og gestrisni annarra eftir að þeir þurftu að flýja upp á land. Einnig voru sumir Eyjamenn uppnefndir „Viðlagasjóðspakk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“