fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Kvikan flæðir enn inn í kvikuganginn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan var að senda frá sér nýja tilkynningu um stöðu mála í yfirstandandi jarðhræringum við Grindavík. Þar kemur fram að enn flæði kvika inn í kvikuganginn sem þar hefur myndast og að uppstreymissvæði kvikunnar sé talið vera við Sundhnúk, norður af Grindavík.

Í tilkynningunni segir að frá miðnætti hafi mælst um 800 smáskjálftar, langflestir um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk á um 3-5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hafi haldist stöðug frá 11. nóvember. Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni sé áfram á svæði gangsins og Grindavíkur.

Aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið sé vera við Sundhnúk.

Mælingar á brennisteinsdíóxíð (SO2) virðist sýna hviðukennda afgösun vegna kvikugangsins, en frekari mælinga sé þörf því til staðfestingar. Greining þessara gagna sé nú í gangi í samstarfi við Chalmers háskólann í Svíþjóð.

Ljósleiðari HS Orku sem liggur frá Svartsengi vestur fyrir Þorbjörn og þaðan til Arfadalsvíkur sé nú nýttur sem samfelld jarðskjálftamælilína með mikilli næmni. Þetta sé ný tækni sem hafi þróast á síðustu árum og sé nú nýtt sem viðbótarmælingar í samstarfi við HS Orku og ETH í Sviss.

Á heildina litið virðist staðan vera óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss sé líklegust staðsetning við kvikuganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu