fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga opnar í Tollhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 23:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun miðvikudaginn 15. nóvember opnar Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, þjónustumiðstöð í Tollhúsinu í Reykjavík, opið verður frá kl. 12-18 á morgun.

Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar.

Fjölmiðlar eru vinsamlegast beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Fjölmiðlum verður boðið í heimsókn von bráðar og þeim kynnt starfsemi stöðvarinnar, segir í tilkynningu.

Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.

Þjónustumiðstöðin er til húsa í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 og er opin á virkum dögum frá kl. 10-18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat