fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Undarlegt athæfi ljósmyndara RÚV í Grindavík komið inn á borð lögreglu – „Við hörmum að sjálfsögðu atvikið“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál  ljósmyndara RÚV sem virðist reyna að opna mannlaust einbýlishús í Grindavík í gær er komið inn á borð Lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu embættisins.

Óhætt er að fullyrða að myndbandið hafi vakið hörð viðbrögð en eigandi hússins, sem baðst undan því að DV myndi birta það, deildi því á samfélagsmiðla fyrr í dag. Þar sést ljósmyndarinn, íklæddur gulu vesti sem merkt er RÚV, koma upp að húsinu og skyggnast inn í það. Svo virðist sem maðurinn reyni að opna útidyrahurð og þá sést hann róta í blómapottum fyrir utan húsið, mögulega í leit að lyklum.

Eins og áður segir hefur myndbandið vakið hörð viðbrögð, sérstaklega hjá Grindvíkingum, sem eru margir hverjir fokreiðir yfir þeirri staðreynd að verið sé að reyna að komast inn á mannlaus heimili þeirra þegar þeim er meinaður aðgangur að bænum í öryggisskyni.

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, staðfestir í skriflegu svari til DV að um ljósmyndara fréttastofunnar sé að ræða. „Við hörmum að sjálfsögðu atvikið. Erum búin að ræða við ljósmyndarann og yfirfara okkar vinnuferla,“ segir Heiðar Örn.

Þá tekur hann fram að RÚV hafi einnig sett sig í samband við húseigandann þar sem málið hafi verið útskýrt.

Uppfært kl. 16:25 – RÚV biðst afsökunar

RÚV hefur birt tilkynningu  þar sem atvikið er harmað og beðist afsökunar:

„Starfsmaður RÚV sást í dag á öryggismyndavél reyna að komast inn í yfirgefið hús og leita að lyklum að læstum dyrum. Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biður íbúa hússins og alla Grindvíkinga innilegrar afsökunar á því.

Fréttamenn RÚV hafa kappkostað að fjalla um atburðina í Grindavík af virðingu fyrir íbúum og eigum þeirra, og vinnubrögðin sem sjást á myndskeiðinu eru ekki í anda vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í.

Við höfum rakið atvikið til misskilnings og óðagots á vettvangi, en munum í kjölfarið fara yfir verkferla okkar og vinnureglur og brýna fyrir öllum þeim sem fara á vettvang að virða einkalíf og eigur Grindvíkinga, og valda þeim ekki meiri óþægindum eða sorg en þeir hafa þegar orðið fyrir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“