fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar útskýrir hvað tekur við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan í Grindavík er óbreytt frá því í gær og teygist kvikugangurinn undir bæinn. Um 500 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum og enginn þeirra var yfir 3 af stærð í nótt. Þá virðast skjálftarnir ekki vera að grynnka.

Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan 7 í morgun.

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, var til viðtals og var hann spurður út í það hvað tæki við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum, en áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi.

„Þá verður lagt mat á stöðuna, hvers eðlis gosið er, hvar það kemur upp sem skiptir meginmáli og við taka þá væntanlega varnaraðgerðir til að verja mikilvæg mannvirki myndi ég segja. Því að við höfum rýmt svæðið,“ sagði hann og nefndi Grindavíkurbæ og Svartsengissvæðið. „Þannig að þetta mun fyrst og fremst snúa að verðmætabjörgun.“

Aðspurður hvort vegum yrði lokað, sagði Gunnar að væri samkvæmt áætlun um eldgos við Grindavík að grípa til lokana. „En það er ekki hægt að segja hvernig það verður fyrir fram þegar við vitum ekki hvar hugsanlegt gos kemur upp.“

Í fréttum RÚV í morgun kom fram að Veðurstofa Íslands og Almannavarnir muni í birtingu ákveða hvort hægt verður að ráðast í verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Ef af henni verður sé ljóst að fólk fái aðeins að ná í brýnustu nauðsynjar, aðeins einum frá hverju heimili verði þá heimilt að fara inn á svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“