fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar útskýrir hvað tekur við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan í Grindavík er óbreytt frá því í gær og teygist kvikugangurinn undir bæinn. Um 500 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum og enginn þeirra var yfir 3 af stærð í nótt. Þá virðast skjálftarnir ekki vera að grynnka.

Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan 7 í morgun.

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, var til viðtals og var hann spurður út í það hvað tæki við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum, en áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi.

„Þá verður lagt mat á stöðuna, hvers eðlis gosið er, hvar það kemur upp sem skiptir meginmáli og við taka þá væntanlega varnaraðgerðir til að verja mikilvæg mannvirki myndi ég segja. Því að við höfum rýmt svæðið,“ sagði hann og nefndi Grindavíkurbæ og Svartsengissvæðið. „Þannig að þetta mun fyrst og fremst snúa að verðmætabjörgun.“

Aðspurður hvort vegum yrði lokað, sagði Gunnar að væri samkvæmt áætlun um eldgos við Grindavík að grípa til lokana. „En það er ekki hægt að segja hvernig það verður fyrir fram þegar við vitum ekki hvar hugsanlegt gos kemur upp.“

Í fréttum RÚV í morgun kom fram að Veðurstofa Íslands og Almannavarnir muni í birtingu ákveða hvort hægt verður að ráðast í verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Ef af henni verður sé ljóst að fólk fái aðeins að ná í brýnustu nauðsynjar, aðeins einum frá hverju heimili verði þá heimilt að fara inn á svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Í gær

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“