fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum öll Grindvíkingar

Eyjan
Laugardaginn 11. nóvember 2023 15:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stundum lánast Íslendingum að halda aftur af vanalegu tuði og orðahnippingum hver í annars garð og standa saman. Og vera sem ein þjóð, staðföst og trú þeim gildum að mannúð og hjálpsemi eru hafin yfir allan vafa.

Við réttum hvert öðru hjálparhönd þegar á þarf að halda.

Það er ekki skoðun. Það er ekki stefna. Það er ekki pólitík.

Það er lífið sjálft.

Og það er af þessum sökum sem það er einkar ánægjulegt að fylgjast með fólki vítt og breitt um landið sem býður núna flóttamönnum úr Grindavík húsaskjól og vistir og hverja aðra þá aðstoð sem kemur að gagni á neyðarstundu. Og auðvitað án endurgjalds því hvað er ámátlegra heldur en að reyna að hagnast á óförum annarra.

Því það er nú einu sinni svo þessa dagana að við erum öll Grindvíkingar. Og gott betur ef á þarf að halda, en þá erum við líka Suðurnesjamenn um allt land. Hver einasti maður.

Það gýs að jafnaði á fjögurra ára fresti á Íslandi. Allir landsmenn þekkja til jarðhræringa á eigin skinni. Og allar ógnir af hálfu náttúrunnar að sumri jafnt sem vetri eru partur af sjálfsvitund þjóðarinnar. Hún er búin til úr þeim mótvindi sem vanalega leikur um eyjuna í norðurhafi. Og hún er sköpuð úr þeim missi sem eyjarskeggjar hafa þurft að þola um aldur og ævi, ef ekki á hafi úti, þá undir fjöllum og á heiðum öræfanna.

„Í raun má segja að Íslendingar búi á eldfjalli.“

Og núna upplifir þessi sama þjóð nýjan kafla í jarðsögu Reykjanesskaga en jarðvísindamenn telja að hafin sé eldvirkni á svæðinu sem geti staðið yfir í allt að 400 ár, áþekkt hrinu sem gekk yfir skagann fyrir rúmum 1000 árum í svonefndu Brennisteins-Bláfjallakerfi, en hraun frá þeim tíma er að finna í Heiðmörk, Elliðaárdal og á völlunum í Hafnarfirði.

Í raun má segja að Íslendingar búi á eldfjalli.

Og það er ekki einföldun, því stórar eldstöðvar víða um land eru tilbúnar að spúa eldi og brennisteini yfir byggðir á meginhluta eyjunnar. Þar á meðal eru Krafla í norðri, Bárðarbunga, Grímsvötn og Öræfajökull, svo og Katla og Hekla á Suðurlandi.

Og þá er auðvitað ónefnt eldfjallakerfið á Reykjanesskaga sem er flókið og undirförult, ef svo má segja, enda liggur það í mörgum beltum frá sjónum úti fyrir Reykjanesi og austur í hlíðar Hengils ofan Þingvallavatns.

Það sem gerir þetta tiltekna svæði einkar varhugavert er, eins og síðustu dagar sýna, að kvikan undir yfirborðinu getur hlaupið út og suður og brotist upp á yfirborð á stöðum sem þóttu jafnvel ólíklegir í gær, en hvað sennilegastir í dag.

Og þess vegna var það ábyrgt af stjórnvöldum Almannavarna að rýma Grindavík í gærdag. Við teflum ekki fólki í tvísýnu. Og við ætlum hvorki að tuða né rífast um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
09.04.2025

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
06.04.2025

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna