fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Eyjan
Laugardaginn 12. apríl 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var í Snæfjallaströndinni við Ísafjarðardjúp í sumar og hreifst af fegurð svæðisins. Hugurinn leitaði til Sigvalda Stefánssonar læknis og tónskálds sem var fæddur í Grjótaþorpinu í Reykjavík í lok 19du aldar, lærði læknisfræði og fór til frekara náms til Kaupmannahafnar. Kom heim og gerðist læknir í Nauteyrarhreppi sem var eitt afskekktasta hérað landsins. Þá bjuggu nokkur hundruð manns á svæðinu sem síðan er að mestu farið í eyði. Sigvaldi var tónlistarmaður af Guðs náð og samdi mörg sinna þekktustu laga við texta eftir nágrannakonu sína Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli og fleiri. Sveitungar Sigvalda keyptu handa honum flygel sem fluttur var á árabáti yfir Djúpið. Hann hreifst svo mjög af náttúrufegurðinni að hann kallaði sig alltaf Kaldalóns eftir stuttum firði í námunda við heimili sitt. Hann bjó í Ármúla þar sem enn er að finna gamlan meðalaskáp læknisins og orgelið hans.

Sigvaldi veiktist og varð að láta af störfum. Nokkru síðar lenti hann í útistöðum við læknafélögin vegna stöðuveitingar og átaka lækna við Jónas Jónsson frá Hriflu. Þeim átökum lauk með því að Sigvaldi var rekinn úr læknafélaginu. Hann fékk inngöngu nokkrum árum síðar en margir læknar fyrirgáfu Kaldalóns aldrei að hafa látið eigin heill og hamingju og fjölskyldu sinnar ganga fyrir hagsmunum læknaheildarinnar. Átökum Hriflu-Jónasar við læknasamtökin lauk með fullum sigri Jónasar. Sigvaldi settist að í Grindavík og átti farsælan feril.

Sigvaldi var frægasta tónskáld liðinnar aldar. Hann hefur þó fengið að sannreyna forgengileika frægðarinnar. Þegar tónskáldsins er leitað á vefmiðlum kemur fyrstur upp afkomandi hans og alnafni, Svali plötusnúður úti á Spáni. Tónskáldið sjálft er að gleymast eins og læknishéraðið harðbýla við Djúp sem fæstir þekkja lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
15.03.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn
EyjanFastir pennar
15.03.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur