fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sævar Helgi: Ekki missa af þessu glæsilega sjónarspili á himninum í fyrramálið

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 09:30

Sævar Helgi Bragason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, sem oft er kallaður Stjörnu-Sævar, segir að tvö af skærustu fyrirbærum næturhiminsins, Venus og tunglið, eigi glæsilegt stefnumót í fyrramálið.

Sævar segir frá þessu á Stjörnufræðivefnum.

„Að morgni fimmtudagsins 9. nóvember 2023 verður sérstaklega glæsileg samstaða Venusar og tunglsins sjáanleg með berum augum í suðaustri. Í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka er útsýnið sérstaklega glæsilegt,“ segir hann.

Hann segir að seinna í fyrramálið, þegar orðið er bjart að degi, megi sjá Venus hverfa á bak við tunglið.

„Líttu eftir því um klukkan 09:10 þegar tunglið byrjar að ganga fyrir Venus. Venus birtist svo aftur sjónum okkar rétt fyrir klukkan 10:00. Gott er að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til að fylgjast með því.“

Sævar segir að Venus og tunglið mætist á himni í hverjum mánuði ef bæði fyrirbæri eru á lofti. Þetta stefnumót endurtekur sig aftur að morgni 9. desember næstkomandi en þá verður bilið á milli þeirra mun meira.

Nánar má fræðast um þetta á Stjörnufræðivefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“