fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Segja að hnetusmjör geti valdið næsta heimsfaraldri

Pressan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 07:30

Hnetusmjör gæti valdið næsta heimsfaraldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnetusmjör gæti komið við sögu ef, og væntanlega þegar, næsti heimsfaraldur skellur á. Ástæðan er að við framleiðslu á hnetusmjöri er pálmaolía notuð.

Framleiðsla á pálmaolíu og fleira hafa leitt til þess að mjög hefur verið gengið á skóglendi og það getur leitt til þess að sjúkdómar berist úr dýrum í menn.

Mirror segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Frontiers in Veterinary Science, þá séu sterk tengsl á milli heimsfaraldra og eyðingar skóglendis.

Þegar skógum er eytt neyðast dýrin, sem þar búa, til að leita sér að nýjum heimkynnum sem eru þá oft nær bústöðum manna. Þetta getur aukið líkurnar á að sjúkdómar berist úr dýrum í menn eins og talið er að hafi gerst þegar COVID-19 kom upp á kjötmarkaði í Wuhan í Kína síðla árs 2019.

Ein af helstu ástæðunum fyrir skógareyðingu er vinnsla pálmaolíu sem er í pálmatrjám. Olían er notuð við framleiðslu margvíslegra afurða, þar á meðal snyrtivara, þrifaefna og hnetusmjörs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög