fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segja engin tengsl á milli árásarinnar á Gabríel og Bankastræti Club-málsins – Þreyttir á fréttaflutningi – „Ég er Íslendingur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 15:00

Gabríel Douane Boama

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir menn sem hafa, að þeirra sögn, verið ranglega sagðir hluti af svokölluðum Latínó-hóp, segja rangt að þeir hafi tengsl við Gabríel Duane Boam, sem varð fyrir skotárás Við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku.

Segja þeir að engin tengsl séu á milli Bankastræti Club málsins og árásarinnar á Gabríels.

Beðist er afsökunar á á fullyrðingum um þetta í fyrri frétt DV um málið.

Mannlíf og DV greindu frá því í gær að Gabríel væri sá sem varð fyrir árásinni. Einnig var sagt frá því að hann væri hluti af Latínó-hópnum. Ungu mennirnir segja það alrangt og það sé í raun einnig rangt að til sé einhver Latínó-hópur, þeir eigi stóran vinahóp manna með alls konar bakgrunn, þar á meðal íslenskan, pólskan, s-amerískan og afrískan.

„Ég er ekki latínó, ég er Íslendingur,“ segir annar mannanna í samtali við DV, en hann talar reiprennandi íslensku og er fæddur á Íslandi.

Báðir mennirnir eru á meðal þeirra sem urðu fyrir árás er hópur manna ruddist inn á Bankastræti Club kvöld eitt haustið 2022 og gekk þar berserksgang. Mennirnir segja hvimleitt að þeir, sem voru þolendur í þessari árás, séu sífellt dregnir fram í dagsljósið í fréttaflutningi og sagðir hluti af einhverjum hópi sem er ekki til.

„Maður er bara að reyna að halda áfram með líf sitt og það er þreytandi að vera tengdur við eitthvað sem kemur manni ekki við,“ segir hinn maðurinn. Þeir segja kynþáttafordóma spila inn í.

Mennirnir ítreka að skotárásin á Gabriel Duane hafi ekkert að gera með hópárásina inni á Bankastræti Club haustið 2022. Engin tengsl séu þar á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“