fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Páli brugðið eftir atburði næturinnar – „Hvílík andskotans læti“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 3. nóvember 2023 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og íbúi í Grindavík, er ýmsu vanur eftir jarðhræringar á Reykjanesskaganum á síðustu árum. Í nótt tók þó botninn úr. „Þetta er nú meira en maður hefur upplifað hingað til,“ segir hann.

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga jókst upp úr miðnætti og hafa fleiri hundruð skjálftar mælst á svæðinu síðan þá. Stærsti skjálftinn, 4,2 að stærð varð rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og voru upptök hans um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu. Eðli málsins samkvæmt fannst skjálftinn vel í byggð.

Að sögn Veðurstofu Íslands er virknin túlkuð sem kvikuhlaup á um fjögurra til fimm kílómetra dýpi en engar vísbendingar eru um gosóróa að svo stöddu.

Páll var andvaka í nótt og birti hann nokkrar færslur á Facebook-síðu sinni.

„Þetta er nú meira en maður hefur upplifað hingað til. Hvílík andskotans læti,“ sagði hann og bætti svo við í annarri færslu:

„Hef aldrei á síðustu árum fundið fyrir svona áköfum og staðbundnum skjálftum.“

Páll sagði svo í viðtali við Vísi í morgun að skjálftarnir hafi aldrei truflað hann í gegnum tíðina. Núna standi honum þó ekki á sama. „Þetta er í fyrsta sinn sem manni er svolítið órótt,“ segir Páll við Vísi og bætir við að það sé óþægilegt hvað upptök skjálftanna eru nálægt byggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“