fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Kennarar fengu nóg af stöðugu áreiti reiðra foreldra og fölskum ásökunum sem leiddu til uppsagna

Pressan
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 12:30

Kennurum var mikið niðri fyrir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagabreytingar sem áttu sér stað í Suður Kóreu árið 2014 urðu tilefni umfangsmikilla mótmæla og verkfalls kennara nú í haust. Kennarar mótmæltu stanslaust í níu vikur og náðu þannig að knýja fram mikilvægar úrbætur á löggjöfinni.

Málið varðaði lagaákvæði sem ætlað var að vernda hagsmuni barna gagnvart kennurum. Samkvæmt þessu umdeilda ákvæði bar að víkja kennara fortakslaust úr starfi í kjölfar ásakana um ofbeldi eða misneytingu í garðs nemanda. Ekki sá löggjafinn þó fyrir hvernig ákvæðinu yrði beitt í framkvæmd. Nú í september greindu kennarar frá því að þeim hafi verið vísað úr starfi fyrir minnstu sakir og mátu sæta stöðugum hótunum af hendi foreldra nemenda sinna. Kennarar hafi verið sakaðir um ofbeldi gegn nemendum ef þeir fóru ekki að vilja foreldra og misstu við það starf sitt. Jafnvel voru kennarar tilkynntir fyrir það eitt að reyna að hemja börn í bræðisköstum, eða fyrir að veita þeim tiltal.

Foreldrar væru að misnota löggjöfina. Staðan náði suðupunkti eftir að 23 ára grunnskólakennari svipti sig lífi í kjölfar kvartana frá foreldrum. Kennarar risu þá upp og sögðu að upp væri komið landslag í skólakerfinu þar sem kennurum væri ókleift að kenna eða aga nemendur sína sökum tilefnislausra ásakana.

Það var loks í september sem löggjafinn brást við ákalli kennara og breytti löggjöfinni á þann veg að kennurum er ekki lengur fortakslaust vísað úr starfi í kjölfar ásakana. Þess í stað verður hvert mál rannsakað gaumgæfilega og þurfa sannanir að vera fyrir hendi. Eins voru sett stjórnvaldsfyrirmæli sem heimila kennurum að vísa nemendum úr kennslustundum sem eru að trufla og eins er kennurum heimilt að hafa hemil á nemendum þegar þörf krefur.

Sumir kennarar telja þó að lagabreyting dugi ekki til. Vissulega sé hér um að ræða skref í rétta átt, en lengra þurfi að ganga. Barnaverndarlöggjöf megi ekki verða til þess að agaviðurlög í skólum séu flokkuð sem ofbeldi gegn barni. Eins þurfi kennarar að hafa úrræði þegar þeir eru bornir röngum sökum, og löggjafinn þurfi að tryggja að hægt sé að draga foreldra sem slíkar ásakanir leggja fram, til ábyrgðar. Möguleg refsiábyrgð foreldra sé það eina sem komi í veg fyrir falskar ásakanir.

Sagt er að það megi kenna menningunni í Suður Kóreu um þessa stöðu. Samkeppni er gífurleg í skólakerfinu og á vinnumarkaði sem verði til þess að foreldrar kappkosti öllu til að börn þeirra fái sem bestar einkunnir, því annars komast þau ekki í bestu háskólana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni