fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Íslensk kona fékk það óþvegið eftir gámagrams: „Oj bara setja skilyrði á mat stolinn úr ruslatunnu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. október 2023 08:38

Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ákveðið uppnám hafi orðið í einni fjölmennustu Facebook-grúppu landsins eftir innlegg íslenskrar konu þar um helgina.

Í færslunni sagðist konan hafa farið í svokallað gámagrams (e. dumpster dive) og fundið talsvert af bakkelsi sem ónefnt bakarí hafði losað sig við.

„Ég vissi að bakkelsið myndi varðveitast vegna kulda um nóttina, ég fann efst í gámnum fullan lokaðan poka af rest sem bakaríið henti eftir lokun í gær. Ég hef borðað nægju mína og var gómsætt. En miðað við magnið sem ég fann langaði mig að gleðja aðra í eins stöðu,“ sagði konan sem setti þó ákveðin skilyrði fyrir gjöfinni.

Tók hún sérstaklega að hún væri með fimm poka af bakkelsi fyrir fimm íslenskar fjölskyldur sem eiga engan pening en langar að gera eitthvað gott fyrir börnin sín.

Þetta fór fyrir brjóstið á netverjum sem gagnrýndu konuna harðlega fyrir að ætla einungis að gefa íslenskum fjölskyldum matinn.

„Fallegt að gefa með sér…en alls ekki fallegt með skilyrðum,“ sagði til dæmis í einni athugasemd. „Þú ættir að skammast þín með þetta! Bara íslenskar fjölskyldur,“ sagði í annarri. „En ef annar aðilinn er íslenskur en hinn útlenskur, fær maður þá bara hálfan poka eða?,“ sagði í enn annarri.

Þá vakti færsla konunnar athygli í öðrum fjölmennum Facebook-hópi þar sem fjallað er um rasisma og hatur á samfélagsmiðlum. „Oj bara setja skilyrði á mat stolinn úr ruslatunnu. Nýtt low,“ sagði í einni athugasemd þar.

Konan sem fór í gáminn gagnrýndi viðbrögðin og sagði meðal annars: „Er það ekki líka hræðilegt að ég sé að bjóða fram mat sem er búið að henda í ruslið. Tökum allan skítinn fram bara og kæfum þennan póst í neikvæðni.“

Svo virðist sem konan hafi eytt færslunni í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“