fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Þetta var fyrsta embættisverk Bjarna Benediktssonar í embætti utanríkisráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. október 2023 09:49

Mynd: Utanríkisráðuneytið /Nanna Kristín Tryggvadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er lét Bjarni Benediktsson af embætti fjármálaráðherra um síðustu helgi og tók við embætti utanríkisráðherra þess í stað. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram hvert fyrsta verk Bjarna í embætti utanríkisráðherra en hann innti það af hendi í gær.

Fyrsta verkið var símafundur með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að á símafundinum hafi góð tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu og mikilvægi þess að halda þeim áfram verið leiðarstef.

Í tilkynningunni segir enn fremur að með símtalinu hafi Bjarni ítrekað stuðning Íslands við Úkraínu vegna árásarstríðs Rússlands í landinu. Hafi Bjarni einnig notað tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið. Þá hafi ráðherrarnir rætt um nýtt færanlegt neyðarsjúkrahús sem kostað er af íslenskum stjórnvöldum og hannað og framleitt í Eistlandi en til standi að afhenda sjúkrahúsið í nóvember.

Í lok samtalsins hafi utanríkisráðherra Úkraínu kærlega fyrir þann mikla stuðning sem íslensk stjórnvöld hafi sýnt Úkraínu í verki undanfarin misseri og Bjarni hafi komið því skýrt á framfæri að þeim stuðningi yrði framhaldið af honum í krafti embættis utanríkisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?