fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Matur

Taco kjúklingasalat

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2023 11:15

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dásamlegt kjúklingasalat sem er bæði bragðgott og frábært að hafa í kvöldmat!

Hráefni

  • 400 g Kjúklingabringur
  • 200 g Jöklasalat
  • 1 paprika, skorin í teninga
  • 150 g Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 2 avacado, skorið í teninga
  • 1 Rauðlaukur, sneiddur
  • 10 g Kóríander
  • 85 g Nachos, mulið
  • 25 g Jalapeno í sneiðum

Marinering

  • 50 ml Ólífuolía
  • 2 msk Kóríander, saxað
  • 2 Hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk Chilíkrydd
  • Safi úr 1 límónu

Dressing

  • 2 msk Majones
  • 4 msk Rjómi
  • Safi úr 0.5 límónu
  • Salt
  • 1/3 af marineringunni

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á að útbúa marineringuna með því að hræra öllum hráefnunum saman. Takið 1/3 af marineringunni frá fyrir dressinguna og hellið afgangnum saman við kjúklinginn.
  2. Hitið 1-2 msk af olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn á báðum hliðum. Látið þá í 200°c heitan ofn í 20-30 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Einnig er gott að grilla bringurnar. Leyfið að standa í smá stund áður en þær eru skornar.
  3. Gerið dressinguna með því að blanda öllum hráefnunum saman og smakka til með salti.
  4. Setjið salat, papriku,tómata, rauðlauk og avacado í salatskál.
  5. Raðið kjúklingnum þar á og setjið ferskt kóríander, nachos og smá af dressingunni yfir.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb