fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Forstjóri ÞG-verks segir íbúðaþörf stórlega ofmetna – ekki sé hægt að tala um húsnæðisskort þegar íbúðir seljist ekki heldur safnist á lager

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 15. október 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Gissurarson, stofnandi, eigandi og forstjóri ÞG-verks, sem er eitt stærsta byggingafélag landsins telur þörf fyrir íbúðir hafa verið ofmetna hér á landi á undanförnum árum. Skrítið sé að tala um gríðarlega vöntun á íbúðum á meðan íbúðir seljist ekki heldur safnist upp á lager.

Þorvaldur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorvaldur Gissurarson - Ofmetin vöntun á húsnæði.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorvaldur Gissurarson - Ofmetin vöntun á húsnæði.mp4

Ég reikna með því svona eins og flestir að vaxtastigið hérlendis hafi náð hámarki sínu eða minnsta kosti hækki ekki mikið héðan af. Fari frekar að lækka þegar fram í sækir. Flestir búast nú við því. Þar af leiðandi er fyrirsjáanlegt að ástand á fjármálamörkuðum og möguleikar til íbúðarkaupa og svo framvegis muni batna. Hversu langan tíma það tekur það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Þorvaldur.

Það er alveg fyrirséð að það mun myndast ójafnvægi og það mun eflaust myndast töluvert mikið ójafnvægi. Það mun örugglega verða mikil vöntun á markaði á íbúðarhúsnæði þegar eftirspurnin á markaði tekur við sér af krafti. Hvenær það verður vitum við ekki.“

Hann segir dálítið snúið að tala um vöntun á íbúðamarkaði á sama tíma og það sé offramboð. „Í öllum reiknuðum stærðum er vöntun í dag og fyrirsjáanleg vöntun þegar fram í sækir an á sama tíma seljast ekki þær íbúðir sem eru fyrir á markaði. Þær eru einfaldlega að safnast upp og óseldum íbúðum fjölgar frá mánuði til mánaðar. Það er því mótsagnakennt að segja að það sé vöntun og jafnvel vöntun upp á þúsundir íbúða, gríðarlega mikil vöntun eins og margir vilja halda fram.“

Íbúðaþörf stórlega ofmetin

Útreiknuð vöntun er að sögn Þorvaldar alls ekki það sama og eftirspurn. „Svo er það líka spurning hvernig íbúðavöntunin sem reiknuð er fram í tímann er hreinlega reiknuð. Það eru svo margir þættir sem þarf að taka tillit til þegar það er gert og þessi meinta vöntun síðastliðin ár, ég held að hún hafi verið ofmetin.“

Hann segir nauðsynlegt að taka tillit til fleiri þátta en bara mannfjölgunar við útreikninga á íbúðaþörf. Efnahagsástandið, aðgengi að lánsfé og fleira komi þar til. Einnig þurfi að meta hvers eðlis íbúafjölgun er. Undanfarin ár hafi íbúafjölgun að mestu verið drifin áfram af innfluttu vinnuafli og nú að undanförnu hafi gríðarlegur fjöldi hælisleitenda komið inn í landið. Samanlagt sé innflutt vinnuafl og hælisleitendur lang stærstur hluti íbúafjölgunar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Hide picture