fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Borgarfulltrúi varpar fram athyglisverðri kenningu – Eru andstæðingar rafhlaupahjóla að ganga svo langt?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 14:59

Alexandra Briem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, telur að sá möguleiki sé fyrir hendi að andstæðingar rafhlaupahjóla séu að færa fararskjótana til á gangstéttum til þess að gera aðra vegfarendur mótfallna hjólunum og þar með rekstraraðilum hjólanna. Þetta kemur fram í færslu Alexöndru á Facebook-síðunni Samtök um bíllausan lífsstíl.

„Rétt í þessu var ég að drífa mig úr ráðhúsinu út í Borgartún, og ákvað að fara á leigu rafmagnshlaupahjóli, sem var fínt, en ég tók eftir einu. Ég þurfti að stoppa og færa 4 leigu hlaupahjól sem hafði ekki bara verið lagt illa, heldur var eins og þeim hefði beinlínis verið stillt upp til að vera eins mikið fyrir og mögulega er hægt. Þetta var eins og hindranahlaup á kafla,“ skrifar Alexandra.

Segist hún varla kaupa það að notendur séu að skilja þau svona illa eftir sig, þvert yfir gangstéttina.

„Getur verið að andstæðingar rafhlaupahjóla séu að færa þau til að gera fólk mótfallnara þessum ferðamáta?,“ spyr borgarfulltrúinn svo í lok greinarinnar.
Eitthvað virðist til í þessari kenningu en nokkrir meðlimir í hópnum fullyrða að slíkt athæfi viðgangist og hafa talsverðar umræður skapast um samgöngumátann.
„Ég hef allavega séð svoleiðis gerast. En þetta er líklega bland beggja,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn Björn Teitsson. Telur hann nauðsyn á að búin verði til einhver sátt um þennan ferðamáta. „ Sérstaklega þegar ríkið (Samgöngustofa) er í opinni áróðursherferð gegn þessum ferðamáta þar sem allir sem nota hann eru málaðir upp sem óábyrgir og ölvaðir,“ skrifar Björn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns