fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Áslaugu Örnu þykir leitt að hafa birt mynd af Svandísi

Eyjan
Föstudaginn 6. október 2023 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra birti fyrir stuttu færslu á Facebook-síðu sinni en þar fjallar hún um ávarp sitt á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni. Ávarpið vakti mikla athygli ekki síst fyrir þær sakir að í upphafi ávarpsins hæddist hún að öðrum ráðherra í ríkisstjórninni, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Fyrir þessi orð hefur Áslaug Arna hlotið talsverða gagnrýni. Í færslunni dregur Áslaug Arna þó ekki í land að öðru leyti en því að henni þykir leitt að hafa birt mynd, sem raunar var samsett, af Svandísi á skjá á meðan hún lét þessi orð falla.

Sjá einnig: Áslaug skaut föstum skotum á Svandísi – „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest, Svandísi Svavarsdóttur

Í upphafi færslunnar gerir Áslaug Arna aðalumfjöllunarefni ræðu sinnar að umtalsefni:

„Þema dagsins var um sjávarútveg og nýsköpun. Inntak ræðunnar var mikilvægi menntakerfisins fyrir nýsköpun, samfélagið og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Benti á sláandi tölur úr nýjum skýrslum, bæði um stöðu drengja en líka um hve fáa við menntum úr verkfræði, tækni- og raunvísindagreinum sem skiptir lykilmáli þegar kemur að getu okkar að takast á við tækniumbreytingar og standast samkeppni þjóða.“

Hún fjallar því næst í færslunni um þau föstu skot sem hún beindi að Svandísi og myndina sem varpað var á skjá á meðan:

„Ég byrjaði þó ræðuna á segja sögu af sjálfri mér og vandræðalegum hrakförum mínum þegar ég fór á sjó. Svo sagði ég að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar, eins og nokkur málefni sem heyra undir matvælaráðherra. Í þeirri umræðu birti ég mynd af matvælaráðherra sem ég hefði betur sleppt og mér þykir það leitt. Það setti orð mín í annað samhengi en ætlunin var.“

Áslaug Arna segir sig og Svandísi greina á sem séu ekki mikil tíðindi:

„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að okkur matvælaráðherra greinir á um ýmislegt líkt og eðlilegt er hjá tveimur stjórnmálamönnum sem koma úr ólíkum flokkum. Í því eru engar fréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“