fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Morðið í Bátavogi – Áverkar á hálsi og kynfærum hins látna og dauður smáhundur fannst á vettvangi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 18:10

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi laugardaginn 23. september. Málið er rannsakað sem morð, en lögregla segist geta fullyrt að um manndráp var að ræða, en Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfesti þetta í samtali við DV fyrr í dag.

Kona á fimmtugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi síðar, en hún og maðurinn voru sambúðarfólk.  RÚV greinir frá því að hinn látni hafi verið með áverka á hálsi og töluverða áverka á kynfærum. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvert banameinið var.

Þó hefur verið staðfest að smáhundur hafi fundist dauður í íbúðinni og mun lögregla nú kanna hvort og þá hvernig hundurinn tengist málinu. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun og kemur þá í ljós hvort lögregla fari fram á framlengingu þess. Konan var til að byrja með í einangrun en losnaði úr henni á föstudag. Hún er með nokkra dóma á bakinu, meðal annars fíkniefnabrota. Hún var borin út af heimili sínu fyrir nokkrum misserum í kjölfar nágrannadeilna og hefur nokkuð fjallað um það á samfélagsmiðlum, en hún telur sig hafa verið beitta órétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns