Mirror skýrir frá þessu og segir að mikið magn skordýraeiturs hafi fundist í sýnum sem voru tekin úr augum hennar, blóði, maga og þvagi.
Lögreglan segir að fjölskylda hinnar látnu segi að spákonan hafi gefið henni sælgæti sem hafi orðið henni að bana.
Da Cruz Pinto, sem átti níu ára dóttur, var flutt á sjúkrahús eftir að hún borðaði sælgætið. Hún var með mikla magaverki, kastaði upp og það blæddi úr nefi hennar þegar hún var lögð inn. Frænka hennar sagði að hún hafi veikst nokkrum klukkustundum eftir að hún borðaði sælgætið.