Á morgun, laugardag, munu íslensku dómararnir Jóhann Ingi Jónsson og Ragnar Þór Bender dæma leik Mjöndalen og Skeid í næst efstu deild karla í Noregi.
Um er að ræða harðan botnbaráttuslag á milli liðanna í 14. og 16. sæti deildarinnar.
Jóhann Ingi verður dómari leiksins og Ragnar Þór aðstoðardómari.
Leikurinn er liður í Norrænu dómaraskiptunum sem hafa staðið yfir undanfarið.