fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Emma léttist um 30 kg með einföldum hætti

Pressan
Fimmtudaginn 28. september 2023 04:04

Emma. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla ánægju og hamingju hjá Emma Frances Goode þegar hún varð ólétt af syni sínum. Meðgangan var nokkuð erfið því hún var alltaf svo þreytt og sótti mikið í að borða mjög hitaeiningaríkan mat.

Eftir því sem löngun hennar í sætindi jókst, þyngdist hún og fór að finna fyrir ýmsum verkjum. Þetta endaði með að hún varð að taka sig taki til að komast út úr rúminu eða til að fara í smá göngutúr.

Þrátt fyrir að mikil hamingja hafi fylgt fæðingu sonarins, Harvey, vissi Emma að eitthvað vantaði  í líf hennar. The Sun skýrir frá þessu.

Til að reyna að finna hina „gömlu“ Emma sem fór oft út að hlaupa eða lyfti lóðum í líkamsræktarstöð, ákvað hún að breyta lífsstíl sínum.

Það gekk mjög vel því í dag er hún um 30 kg léttari en þegar hún tók þessa ákvörðun. Auk þess notar hún nú föt fjórum stærðum minni. En ekki síst, hún er miklu ánægðari með sjálfa sig en nokkru sinni áður.

Hún gerði ákveðnar lífsstílsbreytingar og byrjaði meðal annars að fara í gönguferðir með Harvey í barnavagninum. Bar hann í burðarpoka á meðan hún sinnti heimilisstörfum og notaði niðursuðudósir sem lóð.

Hún tók einnig til í mataræðinu því það átti stærstan þátt í hvernig komið var fyrir henni. Hún hætti að borða óhollan mat og fór að borða fitusnauðan og prótínríkan mat. Hún gætti þess að borða færri hitaeiningar dag hvern en hún brenndi.

Meðal þeirra ráða sem hún veitir fólki í sömu stöðu er að drekka undanrennu í stað nýmjólkur, nota lárperuolíu í stað ólífuolíu, nota fitulítið smjörlíki í staðinn fyrir smjör og borða prótín í hverri máltíð.

Hún segist þó ekki hætt að borða súkkulaði en það er í miklu uppáhaldi hjá henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði

Fimm manna fjölskylda fór í Disney World – Sjáðu hvað það kostaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar