Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í áformum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Með samtímabarnabótum munu foreldrar aldrei þurfa að bíða í meira en fjóra mánuði eftir greiðslu barnabóta en í núverandi kerfi getur verið allt að árs bið frá fæðingu barns.
Hvað varðar gistináttaskatt þá er ætlunin að hann verði lagður á hvern gest en ekki hverja gistieiningu eins og nú er og mun hann einnig ná til gesta í skemmtiferðaskipum.
Lagt er til að breytingar verði gerðar á gjaldtöku vegna umsókna um dvalarleyfi, ríkisborgararétt og vegabréfsáritanir. Meðal annars um að gjald fyrir vegabréfsáritun verði tengt við gengi evru.