fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Pressan
Þriðjudaginn 26. september 2023 07:00

Krókódíll sem tengist þó málinu ekki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra metra langur krókódíll var drepinn í bænum Largo í Flórída á föstudaginn eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans.

The Guardian segir að eftir að lögreglunni var tilkynnt að líkamsleifar hefðu sést í kjafti krókódílsins hafi hann verið drepinn. Um karldýr var að ræða og var það í skurði í Largo þegar það var drepið.

Líkamsleifar manneskju fundust í skurðinum. Ekki liggur fyrir hvort krókódíllinn banaði manneskjunni en niðurstöðu krufningar er beðið. Rannsókn leiddi í ljós að um 41 árs konu var að ræða.

Jamarcus Bullard, íbúi í Largo, sagði að sögn The Guardian að hann hafi verið á leið fram hjá skurðinum þegar hann sá krókódílinn: „Ég henti steini að honum til að kanna hvort þetta væri örugglega krókódíll. Þá kom í ljós að hann var með neðri hluta af skrokk manneskju sem hann dró niður í vatnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði