fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ruslahrúga í Heiðmörk veldur reiði – „Skammist ykkar“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. september 2023 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir af ruslahrúgu sem birtar voru i Facebook-hópnum Vinna með litlum fyrirvara hafa valdið nokkurri umræðu og reiði meðlima hópsins.

Sá sem tók myndirnar gaf leyfi DV til að vekja athygli á málinu, en myndirnar tók hann í gær. Segir hann að hann hafi eftir eftirgrennslan fengið þær upplýsingar að eigandi ruslsins hafi óskað eftir þjónustu innan hópsins til að fara með ruslið í Sorpu og greitt fyrir þá þjónustu:

„Svona endar þetta hjá ykkur sem eruð að óska eftir ódýrri þjónustu til að losna við ruslið ykkar. Þessi stóra ruslahrúga var í Heiðmörk í dag,“ segir Jónas Björgvinsson í færslunni.

„Það voru meðal annars plastumbúðir utan af þvottavél í hrúgunni merkt nafni og síma eiganda. Ég hringdi í þann aðila sem staðfesti að óskað var eftir þjónustunni á þessari síðu. Þessi síða stuðlar bara að náttúruspjöllum, svindli og skattsvikum. Skammist ykkar og hættið viðskiptum hér og snúið ykkur að löglegum fagaðilum. Þetta er bara rugl,“ segir Jónas.

Í athugasemd segir ein að nafngreina ætti aðilann sem tók að sér að henda ruslinu. Svarar Jónas að eigandi ruslsins sé aðeins með óskráð símanúmer, en viti ekki nafn eða deili á þeim sem tók að sér að henda ruslinu.

Jónas segist ekki hafa getað skilið ruslið svona eftir, heldur tók það að sér að fjarlægja ruslið og koma því í grenndargám. „Ég gat ekki skilið þetta eftir.“

Nokkrir benda á ekki eigi að greiða „svona þjónustu fyrr en aðilar senda mynd af kvittun frá Sorpu og helst með efnið í sorpinu í bakgrunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“