fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

400 kg krókódíll gæti hafa verið 90 ára þegar hann var drepinn

Pressan
Laugardaginn 23. september 2023 07:30

Hann var engin smásmíði. Mynd: Kevin Brotz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ágúst var 4 metra langur og 417 kg þungur krókódíll drepinn í Flórída. Þetta er næst þyngsti krókódíllinn sem hefur veiðst í ríkinu. Talið er að hann hafi verið 60 til 90 ára.

Það liðu fjórar klukkustundir frá því að veiðimennirnir sáu krókódílinn þar til þeim tókst að koma honum upp í bátinn. Á meðan á baráttunni stóð stökk hann um 1,2 metra upp úr vatninu. Þegar það tókst loks að koma honum upp í bátinn var hann drepinn og farið með hann í land þar sem hann var mældur og vigtaður. Eins og fyrr segir þá reyndist hann vera 4 metrar að lengd og 417 kg.

Þyngsti krókódíll, sem veiðst hefur í Flórída, var 473 kg en hann veiddist 1989.

Live Science segir að talið sé að 1,3 milljónir krókódíla séu í Flórída.

Árlega eru gefin út 7.000 veiðileyfi og má hver veiðileyfishafi drepa tvo krókódíla. Á síðasta ári voru 7.804 krókódílar drepnir af handhöfum veiðileyfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa