Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við 433.is eftir leik við KA sem fór fram á Laugardalsvelli í kvöld.
Um var að ræða úrslitaleik Mjólkurbikarsins en Víkingar hafa nú unnið þessa keppni fjórum sinnum í röð.
Arnar var að sjálfsögðu glaður með 3-1 sigur sinna manna eins og má heyra hér fyrir neðan.
,,Tilfinningin er stórkostleg, stórkostlegur dagur og draumur sem maður vill ekkert vakna af,“ sagði Arnar.
,,Við vorum með gott control í öllum aðstæðum og vorum sterkir í föstum leikatriðum. Það eru alltaf mörk í okkar liði og við erum búnir að bæta alla þætti leiksins að mínu mati.“
,,Það var betra að vera á móti smá vindi, þá gátum við farið betur aftur fyrir þá og við vorum ekki nógu clinical í okkar nálgun í fyrri hálfleik en vorum þolinmóðir og þetta tókst fyrir hálfleik.“
,,KA menn eiga hrós skilið, þeir börðust fram að síðasta blóðdropa og voru aggressívir í návígi og þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en mér fannst hann skemmtilegur.“