fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Raðmorðinginn var með rúmlega tíu lík í eldhúsinu sínu

Pressan
Miðvikudaginn 13. september 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Rúanda handtók nýlega grunaðan raðmorðingja, eftir að tíu lík hið minnsta fundust í eldhúsinu hans.

Samkvæmt fréttum þarlendra fjölmiðla fundust líkin í holu í eldhúsinu heima hjá manninum í Kigali, sem er höfuðborg Rúanda. Maðurinn, sem er 34 ára, er talinn hafa lokkað fórnarlömbin með sér heim frá ýmsum börum í úthverfi höfuðborgarinnar.

Fjölmiðlar í Rúanda segja að líkin séu fleiri en tíu og heimildarmaður innan lögreglunnar sagði að fórnarlömbin séu minnst 14.

Thierry Murangira, sem stýrir rannsókninni, vildi ekki skýra frá fjölda fórnarlambanna og sagði að það muni koma í ljós við rannsóknir réttarmeinafræðinga.

Hinn grunaði var fyrst handtekinn í júlí, grunaður um rán og nauðgun. Hann var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum að sögn lögreglunnar.

Hann var síðan handtekinn á þriðjudag í síðustu viku í tengslum við rannsókn lögreglunnar á málum hans. Í kjölfar handtökunnar fundust líkin heima hjá honum.

Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði að maðurinn hafi viðurkennt að hafa lært að myrða með því að sjá hvernig þekktir raðmorðingjar gerðu það. Heimildarmaðurinn sagði einnig að búið hafi verið að setja sum líkin í sýrubað.

Fórnarlömbin eru bæði karlar og konur. Flest höfðu þau viðurværi sitt af vændi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans