fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Raðmorðinginn var með rúmlega tíu lík í eldhúsinu sínu

Pressan
Miðvikudaginn 13. september 2023 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Rúanda handtók nýlega grunaðan raðmorðingja, eftir að tíu lík hið minnsta fundust í eldhúsinu hans.

Samkvæmt fréttum þarlendra fjölmiðla fundust líkin í holu í eldhúsinu heima hjá manninum í Kigali, sem er höfuðborg Rúanda. Maðurinn, sem er 34 ára, er talinn hafa lokkað fórnarlömbin með sér heim frá ýmsum börum í úthverfi höfuðborgarinnar.

Fjölmiðlar í Rúanda segja að líkin séu fleiri en tíu og heimildarmaður innan lögreglunnar sagði að fórnarlömbin séu minnst 14.

Thierry Murangira, sem stýrir rannsókninni, vildi ekki skýra frá fjölda fórnarlambanna og sagði að það muni koma í ljós við rannsóknir réttarmeinafræðinga.

Hinn grunaði var fyrst handtekinn í júlí, grunaður um rán og nauðgun. Hann var látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum að sögn lögreglunnar.

Hann var síðan handtekinn á þriðjudag í síðustu viku í tengslum við rannsókn lögreglunnar á málum hans. Í kjölfar handtökunnar fundust líkin heima hjá honum.

Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði að maðurinn hafi viðurkennt að hafa lært að myrða með því að sjá hvernig þekktir raðmorðingjar gerðu það. Heimildarmaðurinn sagði einnig að búið hafi verið að setja sum líkin í sýrubað.

Fórnarlömbin eru bæði karlar og konur. Flest höfðu þau viðurværi sitt af vændi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn