Luis Rubiales hefur sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins en þetta var staðfest í kvöld.
Rubiales ræddi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan um málið og staðfesti þar ákvörðun sína.
Ekki nóg með það heldur hefur Rubiales einnig sagt af sér sem varaforseti í framvkæmdarnefnd UEFA.
Rubiales komst í fréttirnar fyrr í sumar er hann kyssti leikmann HM, Jennifer Hermoso, á munninn eftir sigur spænska kvennalandsliðsins á HM.
Í kjölfarið var pressað verulega á Rubiales til að segja af sér en hann neitaði til að byrja með áður en pressan varð of mikil.