Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Strákana okkar sem fengu á sig víti á 8. mínútu eftir klaufagang Harðar Björgvins Magnússonar og Rúnars Alex Rúnarssonar. Maxime Chanot fór á punktinn og skoraði.
Fyrri hálfleikur var skelfilegur hjá íslenska liðinu og ekki skánuðu hlutirnir mikið í þeim seinni.
Yvandro Borges Sanches tvöfaldaði forystu Lúxemborgar á 70. mínútu eftir slæm mistök Guðlaugar Victors Pálssonar.
Vont varð verra því skömmu síðar fékk Hörður Björgvin sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Hákon Arnar Haraldsson minnkaði muninn fyrir Ísland á 88. mínútu leiksins og liðið fékk von á ný.
Sú von varð hins vegar úti strax í næstu sókn þegar Danel Sinani kom Lúxemborg í 3-1. Það urðu lokatölur.
Ísland er því enn með þrjú stig í riðlinum eftir fimm leiki og vonin um að fara á EM í gegnum undankeppnina ansi veik.