John Terry er á barmi þess að landa þjálfarastarfi í Sádí Arabíu ef marka má fjölmiðla á Englandi.
Segir í frétutm þar að Terry sé í viðræðum við Al Shabab sem leikur í efstu deild þar í landi.
Terry hefur starfað hjá Aston Villa og Leicester sem aðstoðarþjálfari en aldrei stýrt liðið.
Al Shabab er ekki eitt af stóru liðunum í Sádí Arabíu en Terry stendur til boða að taka við liðinu.
Yannick Carrasco var keyptur til félagsins í vikunni en þar er fyrir Ever Banega.
Steven Gerrard tók við þjálfun í Sádí Arabíu á dögunum en ótrúlegir fjármunir eru í fótboltanum þar í landi.