Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Þar tók ÍBV á móti Selfyssingum.
Um var að ræða leik í fyrstu umferð umspils neðstu fjögurra liða í deildinni.
Selfoss komst yfir snemma leiks með marki Áslaugar Dóru Sigurbjörnsdóttur.
Olga Sevcova jafnaði hins vegar eftir um stundarfjórðung og skoraði hún sigurmarkið þegar örfáar mínútur lifðu leiks.
Úrslitin þýða að Selfyssingar eru fallnir niður um deild en ÍBV er 3 stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
ÍBV 2-1 Selfoss
0-1 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
1-1 Olga Sevcova
2-1 Olga Sevcova