Knattspyrnustjórinn Simone Inzaghi er búinn að framlengja samning sinn við ítalska stórveldið Inter.
Inzaghi hefur verið stjóri Inter síðan 2021 og unnið ítalska bikarinn í tvígang.
Þá fór hann með liðið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.
Nýr samningur Inzaghi gildir til ársins 2025.
Inzaghi stýrði Lazio í fimm ár áður en hann tók við Inter.
2️⃣0️⃣2️⃣5️⃣✍️🖤💙
👉 https://t.co/zrRtGOQxdd#ForzaInter #Inzaghi2025 pic.twitter.com/J9UsgL1UYh
— Inter (@Inter) September 5, 2023