Osasuna 1 – 2 Barcelona
0-1 Jules Kounde
1-1 Ezequiel Avila
1-2 Robert Lewandowski
Robert Lewandowski reyndist hetja Barcelona í dag sem spilaði við Osasuna í La Liga.
Barcelona var ekki beint heillandi í þessum leik en náði að tryggja sér sigurinn með marki úr vítaspyrnu.
Alejandro Catena fékk að líta beint rautt spjald hjá Osasuna á 84. mínútu og vítaspyrna dæmd.
Það var Lewandowski sem skoraði úr henni og sótti þrjú stig fyrir Barcelona.