fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

75 ár frá fyrsta áætlunarflugi til Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. ágúst 2023 14:37

Söguleg stund. Myndin var tekin þegar Loftleiðaflugvélin Geysir lenti í New York eftir fyrsta farþegaflug félagsins þangað frá Íslandi hinn 26. ágúst 1948. Í fremri röð á myndinni sjást þeir Guy Lawson og Charles Dorfman frá verslunarráði New York og Kristján Jóhann Kristjánsson, formaður stjórnar Loftleiða. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Sigríður Gestsdóttir, Hólmfríður Mekkinósdóttir, Halldór Guðmundsson, Axel Thorarensen, Sigurður Magnússon, Alfreð Elíasson, Bolli Gunnarsson, Kristinn Olsen og Hjálmar Finnsson, fulltrúi Loftleiða í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 75 ár frá fyrsta áætlunarflugi Loftleiða á milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var til New York hinn 26. ágúst 1948 á Douglas DC-4 Skymaster flugvél Loftleiða sem bar nafnið Geysir. Flugstjóri í fyrstu ferðinni var Alfreð Elíasson og flugmaður Kristinn Olsen en þeir tveir ásamt Sigurði Ólafssyni áttu frumkvæði að stofnun Loftleiða. Í áhöfn fyrsta flugsins voru einnig Axel Thorarensen, Bolli Gunnarsson, Halldór Guðmundsson, Hólmfríður Mekkinósdóttir og Sigríður Gestsdóttir. Flugtími til New York var samtals um fjórtán klukkustundir en millilent var í Goose Bay í Kanada. Icelandair flýgur nú til New York á um það bil sex klukkustundum.

Loftferðaleyfi sem Loftleiðir fengu til Bandaríkjanna heimilaði fyrst um sinn sex áætlunarferðir í mánuði, ýmist til New York eða Chicago. Árið 1955 hóf félagið áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Þar með var lagður grunnur að viðskiptalíkani Icelandair sem felst í að tengja Evrópu og Norður-Ameríku um Ísland. Flugferðum hefur í gegnum árin farið fjölgandi. Þannig voru flug Icelandair til Norður-Ameríku í júlí í ár yfir 600 talsins til fjórtán áfangastaða og um 40% farþega voru tengifarþegar.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilefni af þessum tímamótum:

„Í dag er merkisdagur en nú eru 75 ár frá því að Loftleiðir hófu áætlunarflug á milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun er til marks um þann mikla frumkvöðlaanda sem ávallt hefur einkennt fyrirtækið og er grunnurinn að viðskiptalíkani Icelandair í dag, að tengja Evrópu og Norður-Ameríku um Ísland. Icelandair hefur nýtt staðsetningu Íslands á milli heimsálfanna til að þróa leiðakerfi sitt með árangursríkum hætti og í dag erum við Íslendingar ótrúlega vel tengd umheiminum sem skapar þjóðinni bæði samfélagsleg og efnahagsleg gæði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi

Guðmundur segir að þetta sé krafan sem kvennahreyfingin gleymdi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði