fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

75 ár frá fyrsta áætlunarflugi til Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. ágúst 2023 14:37

Söguleg stund. Myndin var tekin þegar Loftleiðaflugvélin Geysir lenti í New York eftir fyrsta farþegaflug félagsins þangað frá Íslandi hinn 26. ágúst 1948. Í fremri röð á myndinni sjást þeir Guy Lawson og Charles Dorfman frá verslunarráði New York og Kristján Jóhann Kristjánsson, formaður stjórnar Loftleiða. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Sigríður Gestsdóttir, Hólmfríður Mekkinósdóttir, Halldór Guðmundsson, Axel Thorarensen, Sigurður Magnússon, Alfreð Elíasson, Bolli Gunnarsson, Kristinn Olsen og Hjálmar Finnsson, fulltrúi Loftleiða í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru 75 ár frá fyrsta áætlunarflugi Loftleiða á milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var til New York hinn 26. ágúst 1948 á Douglas DC-4 Skymaster flugvél Loftleiða sem bar nafnið Geysir. Flugstjóri í fyrstu ferðinni var Alfreð Elíasson og flugmaður Kristinn Olsen en þeir tveir ásamt Sigurði Ólafssyni áttu frumkvæði að stofnun Loftleiða. Í áhöfn fyrsta flugsins voru einnig Axel Thorarensen, Bolli Gunnarsson, Halldór Guðmundsson, Hólmfríður Mekkinósdóttir og Sigríður Gestsdóttir. Flugtími til New York var samtals um fjórtán klukkustundir en millilent var í Goose Bay í Kanada. Icelandair flýgur nú til New York á um það bil sex klukkustundum.

Loftferðaleyfi sem Loftleiðir fengu til Bandaríkjanna heimilaði fyrst um sinn sex áætlunarferðir í mánuði, ýmist til New York eða Chicago. Árið 1955 hóf félagið áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Þar með var lagður grunnur að viðskiptalíkani Icelandair sem felst í að tengja Evrópu og Norður-Ameríku um Ísland. Flugferðum hefur í gegnum árin farið fjölgandi. Þannig voru flug Icelandair til Norður-Ameríku í júlí í ár yfir 600 talsins til fjórtán áfangastaða og um 40% farþega voru tengifarþegar.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilefni af þessum tímamótum:

„Í dag er merkisdagur en nú eru 75 ár frá því að Loftleiðir hófu áætlunarflug á milli Íslands og Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun er til marks um þann mikla frumkvöðlaanda sem ávallt hefur einkennt fyrirtækið og er grunnurinn að viðskiptalíkani Icelandair í dag, að tengja Evrópu og Norður-Ameríku um Ísland. Icelandair hefur nýtt staðsetningu Íslands á milli heimsálfanna til að þróa leiðakerfi sitt með árangursríkum hætti og í dag erum við Íslendingar ótrúlega vel tengd umheiminum sem skapar þjóðinni bæði samfélagsleg og efnahagsleg gæði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“