fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Karl og kona ákærð fyrir 50 milljóna króna skattsvik í hótelrekstri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. september næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Suðurlands í máli sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur þeim Stefáni Ólasyni og Svanbjörgu Vilbergsdóttur fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri einkahlutafélagsins LF system ehf.

Félagið var stofnað árið 2016 og sinnti rekstri hótela- og gistiheimila með veitingaþjónustu. Félagið varð gjaldþrota árið 2019.

Í ákæru héraðssaksóknara segir að Stefán hafi verið framkvæmdastjóri félagsins og Svanbjörg stjórnarmaður, prókúruhafi og daglegur stjórnandi. Þeim er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir rekstrarárin 2017, 2018 og 2019 fyrir samtals rúmlega 31 milljón króna.

Ennfremur eru þau sökuð um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir sömu tímabil sem nemur rúmlega 21 milljón króna.

Þess er krafist að þau Stefán og Svanbjörg verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Miðað við dómafordæmi mega þau eiga von á mjög hárri sekt verði þau fundin sek, sem gæti numið tugum milljóna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot