fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir uppgang öfgaafla hér á landi verða á ábyrgð Samfylkingarinnar að óbreyttu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur þróun stjórnmála í Evrópu eiga að vera Íslandi víti til varnaðar. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum vilji alla jafna líta til nágrannaþjóða við stefnumótun þegar það henti en að hérlendis séu útlendingamál undanskilin.

Diljá Mist er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Ein Pæling sem kom út á sunnudaginn.

Hún segir að nú þegar Norðurlandaþjóðirnar viðurkenni að þær hafi gert mistök virðist sem við viljum ekki læra af þeim. Aðspurð um hvaða mistök sé að ræða segir hún að skynsama lýðræðisflokka í Danmörku og Svíþjóð hafa guggnað á að takast á við vandann sem fylgir því að taka á móti stórum hópum fólks þrátt fyrir að augljóst hafi verið að grípa hefði þurft til aðgerða fyrr.

Þessu hafi fylgt óánægja meðal annars út af álagi á innviði ásamt því að aðlögun hafi verið ábótavant varðandi menningu og tungumál.

Hún segir flokka í Evrópu hafa reynt að hunsa málaflokkinn og í kjölfarið hafi stuðningur við pópúlísk öfl aukist. Hún segir slíkt gerast þegar skynsamir lýðræðisflokkar bregðist kjósendum sínum með því að þora ekki að ræða ákveðin málefni.

Hún veltir fyrir sér stefnu Samfylkingarinnar í þessum efnum og segir:  „Ætlar til dæmis Samfylkingin að bíða eftir því að nákvæmlega þetta gerist áður en hún tekur sömu U-beygju og systurflokkar hennar hafa verið að gera á hinum Norðurlöndunum?“

Hún segir Samfylkinguna hafa sagt stefnu systurflokksins síns í Danmörku hafa verið til skammar: „Þau hafa bara gefið því í skyn að systurflokkarnir eða stjórnmálamenn á Norðurlöndunum sé bara ekki vandað fólk.“

Hún segir flokka sem sprottið hafa upp í andstöðu við innflytjendur í Evrópu vera til komna vegna hræðslu við að taka málefnalega umræðu um málaflokkinn:

„Ég ætla að segja það fullum fetum að uppgangur slíkra afla verður þá og er á ábyrgð flokka eins og Samfylkingarinnar. Sem hafa bara markvisst þaggað niður í allri umræðu um þennan málaflokk. Með einmitt upphrópunum og uppnefnum. Þetta er bara ólíðandi í opnu lýðræðissamfélagi. Það er bara risastór málaflokkur og stefnumótun sem við vitum að snýst auðvitað um að við komum með ólíkar skoðanir og hugmyndir og reynum að tala okkur niður á einhverja ákveðna niðurstöðu. En það hefur bara verið bannað. Það hefur ekki mátt segja hlutina eins og þeir eru.“

Hún varpar fram spurningu til vinstriflokkanna: „En ætla vinstriflokkarnir ekki að vera fljótari en flokkarnir á Norðurlöndunum að ná þessari umræðu? Að mynda sér einhverja raunhæfa stefnu sem að kjósendur geti fellt sig við. Því ef þeir gera það ekki, þá eru þeir ábyrgir fyrir uppgangi annarra afla.“

Viðtalið í mynd má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði