fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ofbeldi og hatursglæpir áttu sér stað í Gleðigöngunni í gær – „Einn af vinum okkar fékk kúlu í augað sem getur verið alvarlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 13. ágúst 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigangan í gær var sannkölluð gleðisprengja og bæði þátttakendur og áhorfendur nutu stundarinnar til fullnustu í ótrúlegri veðurblíða. Gleði, samhygð og kærleikur voru á meðal þess sem einkenndi stemninguna í iðandi mannhafinu. En því miður var hátíðin ekki laus við hatur og fordóma. DV hefur m.a. verið í sambandi við fólk sem varð fyrir hatursfullri árás unglinga sem skutu á þau með gelbyssu. Um er að ræða leikfang sem skýtur hörðum kúlum. Við meðferð þess er mælt með að notast við öryggisgleraugu og bannað er að skjóta úr slíkum byssum á fólk og dýr.

Perla Rós Karlsdóttir greinir frá atvikinu í Facebook-hópi hinsegin fólks og skrifar meðal annars:

„Þrír unglingsdrengir voru að skjóta með spitball byssu a okkur og á vini okkar. Þeir gengu um og voru að skjóta á fólk. Einn af vinum okkar fékk kúlu í augað sem getur verið alvarlegt. Þeir voru allir á aldrinum 14-15 og einn þeirra gekk með tyrkneska fánann (land sem er þekkt fyrir að vera homophobic).“

Í umræðum undir færslunni er greint frá fleiri andstyggilegum atvikum. Hrækt hafi verið á göngufólk, púað á þau og blysum hent að þeim. Í samtali við DV segist Perla þekkja mörg dæmi þess að hinsegin vinir hennar og fleira hinsegin fólk hafi orðið fyrir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar:

„Flest okkar hafa lent í því að það er gelt á okkur og okkur hótað líkamlegu og andlegu ofbeldi bara fyrir að vera eins og við erum. Ísland er mjög progressive en margir krakkar, aðallega unlingsstrákar, hafa verið að verki. Aðallega vegna áhrifa frá frægu fólki með hættulegar ranghugmyndir á netinu, t.d. Andrew Tate.“

Atvikið hefur verið tilkynnt til Samtakanna 78 en þau bjóða upp á móttöku tilkynninga um hatursglæpi. Búast má við að málið verð tilkynnt til lögreglu eftir helgi.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin