fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tákn spreyjuð á eyðibýli út um allt land – „Mér finnst þetta til háborinnar skammar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta til háborinnar skammar og það getur ekki verið leyfilegt að gera svona á landareign annarra. Þetta er yfirgangur og frekja og veitir engum ánægju nema þeim sem framkvæmir skemmdarverkið,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson leiðsögumaður en hann hefur birt myndir af veggjaspreyji á eyðibýlum í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Hefur hann orðið var við slík ummerki á fimm ólíkum stöðum undanfarið og aðrir vitna um fleiri dæmi.

Ávallt er um að ræða samskonar tákn og sjá má á meðfylgjandi mynd og eru þau ýmist bleik eða blá. Gunnar hefur ekki hugmynd um hverjir eru þarna að verki. „Ég vil ekki kalla þetta listamenn og ég veit ekki hver eru þarna að verki en mér er tjáð að það þetta séu ekki þekktir íslenskri götulistamenn. Ég held að þetta séu pottþétt sömu aðilarnir að verki á öllum stöðunum,“ segir Gunnar í samtali við DV. Alls staðar þar sem um ræðir hefur samskonar tákn verið spreyjað á eyðibýlin og því virðist vera um sömu aðila að ræða í öllum tilvikum.

Meðal staða þar sem þessi ummerki hafa fundist á eyðibýlum eru Ísafjarðardjúp, Laxárdalur, Hunkubakkar og við afleggjarann að Dyrhólaey.

„Ég veit svo sem ekki hvaða viðurlög eru við svona uppátækjum en þetta getur ekki verið löglegt. Flest allir leiðsögumenn sem ég hef rætt við fordæma þetta,“ segir Gunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“