Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að umboðsmaður hafi bent á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla. Þetta leysi þau ekki undan því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnsýslulög kveða á um.
Vísar umboðsmaður til minnisblaðs skrifstofu sjálfbærni, í aðdraganda setningu reglugerðarinnar, þar sem lagt er til að samráð verði haft við Hval hf. áður reglugerð um veiðar á langreyði verði sett, því hún varði hagsmuni fyrirtækisins.
Óskar umboðsmaður eftir afstöðu ráðherra til sjónarmiða Hvals hf. um að reglugerðin sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að fylgja hefði átt fyrirmælum stjórnsýslulaga. Einnig óskar hann eftir afstöðu ráðherra til hvort það samræmis óskráðum reglum stjórnsýsluréttar að veita ekki kost á andmælum.