fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Umboðsmaður blandar sér í hvalveiðibannið – Krefur ráðherra um svör

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 09:00

Hvalur skorinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. júní síðastliðinn setti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, reglugerð um bann við hvalveiðum. Nú hefur umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og krafið ráðherra um svör við ýmsum spurningum varðandi hvalveiðibannið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að umboðsmaður hafi bent á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla.  Þetta leysi þau ekki undan því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnsýslulög kveða á um.

Vísar umboðsmaður til minnisblaðs skrifstofu sjálfbærni, í aðdraganda setningu reglugerðarinnar, þar sem lagt er til að samráð verði haft við Hval hf. áður reglugerð um veiðar á langreyði verði sett, því hún varði hagsmuni fyrirtækisins.

Óskar umboðsmaður eftir afstöðu ráðherra til sjónarmiða Hvals hf. um að reglugerðin sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun og að fylgja hefði átt fyrirmælum stjórnsýslulaga. Einnig óskar hann eftir afstöðu ráðherra til hvort það samræmis óskráðum reglum stjórnsýsluréttar að veita ekki kost á andmælum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“